Á von á enn hærri sektum á næstu árum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 21:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05
Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09