Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 20:58 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, segir Samskip og Eimskip rúin trausti. Vísir/Egill Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52
Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00
Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05