Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Aðalsteinn Ólafsson skrifar 7. september 2023 15:00 Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar