Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 20:03 Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira