Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 17:34 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í tæpar tvær vikur eftir að hann var handtekinn. Hún segir tjónið gríðarlegt. AP Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36