Rógur eða rannsókn? Bryndís Schram skrifar 11. september 2023 11:30 Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun