Hlustum á unga fólkið Eymundur Eymundsson skrifar 11. september 2023 12:02 Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni-
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar