Ákærður fyrir hundruð milljóna króna skattalagabrot Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 14:27 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu. Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta. Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta.
Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira