Lífið

For­­sýningar­veisla í Bíó Para­­­dís

Íris Hauksdóttir skrifar
Kvikmyndin Skuld var forsýnd fyrir stuttu.
Kvikmyndin Skuld var forsýnd fyrir stuttu.

Margt var um manninn þegar Skuld, heimildamynd eftir Rut Sigurðardóttur, var forsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag.

Myndin fjallar um fyrstu strandveiðivertíð í útgerðarsögu Rutar og mannsins hennar Kristjáns Torfa Einarssonar, en þau festu kaup á trillu árið 2020 sem ber eins og myndin, nafnið Skuld. 

Auk leikstjórnar var myndataka í höndum Rutar sem jafnframt framleiddi myndina ásamt Dögg Mósesdóttur, en Kristján Torfi samdi tónlist myndarinnar.

Spenntir forsýningagestir flykktust að Bíó Paradís. 

Rut og Kristján bjóða gesti velkomna

Skuld ýtir úr vör

Ágústa Ólafs, Dögg Hjaltalín, Rakel Garðars og Nína Dögg

Aðstandendur Skuldar, Rut og Kristján Torfi

Trillukallinn Dolli ásamt fjölskyldu, Hrafnhildi, Lourdes og Natalíu

Reynir Traustason þekkir sjóinn vel

Frændsystkinin Rut, Davíð Young og Kristján Hafsteinsson

Ívar Pálsson, lögmaður og sjúkraflutningamaður, lét sig ekki vanta

Mæðgurnar Rut og Kolka

Rut og Kristján taka á móti tónlistarmanninum og trillukallinum KK

KK ásamt kollegum sínum, trilluköllum

Dagný Kolbeinsdóttir, Þórhildur Hagalín og Hildur Edwald

Kristín, Sævar, Sigga Dögg og Ása María

Trillukallar ánægðir að sýningu lokinni, Pétur, Kristján Torfi og Þórólfur

Kristján Torfi tók lagið að lokinni forsýningu

Skuld verður sýnd í Bíó Paradís næstu tvær vikur.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.