Inter pakkaði nágrönnum sínum í AC Milan saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 18:15 Inter vann ótrúlegan sigur í dag. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inter vann ótrúlegan 5-1 sigur á AC Milan í stórleik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það tók Inter ekki langan tíma að komast yfir en Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Marcus Thuram tvöfaldað forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafael Leão minnkaði muninn fyrir AC Milan í upphafi síðari hálfleiks en eftir það sáu gestirnir ekki til sólar. Mkhitaryan bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Inter áður en Hakan Çalhanoğlu skoraði það fjórða úr vítaspyrnu. Davide Frattesi skoraði svo fimmta markið í uppbótartíma, lokatölur 5-1. Inter scored five goals in a single match against Milan for the first time since 1974. A memorable night. pic.twitter.com/mPPP5zDxLb— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 16, 2023 Inter er áfram með fullt hús stiga í Serie A eftir fjórar umferðir en leikur dagsins var fyrsta tap AC Milan á tímabilinu. Síðarnefnda liðið er í 3. sæti með 9 stig en Juventus situr á milli Mílanó-liðanna með 10 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Inter vann ótrúlegan 5-1 sigur á AC Milan í stórleik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það tók Inter ekki langan tíma að komast yfir en Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Marcus Thuram tvöfaldað forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafael Leão minnkaði muninn fyrir AC Milan í upphafi síðari hálfleiks en eftir það sáu gestirnir ekki til sólar. Mkhitaryan bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Inter áður en Hakan Çalhanoğlu skoraði það fjórða úr vítaspyrnu. Davide Frattesi skoraði svo fimmta markið í uppbótartíma, lokatölur 5-1. Inter scored five goals in a single match against Milan for the first time since 1974. A memorable night. pic.twitter.com/mPPP5zDxLb— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 16, 2023 Inter er áfram með fullt hús stiga í Serie A eftir fjórar umferðir en leikur dagsins var fyrsta tap AC Milan á tímabilinu. Síðarnefnda liðið er í 3. sæti með 9 stig en Juventus situr á milli Mílanó-liðanna með 10 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti