Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup segir eina áhrifaríkustu og ódýrustu leiðina til að auka framlag starfsfólks felist í að hrósa starfsfólki. Sem stjórnendur þurfa að gera meira af. Vísir/Aðsend, Getty „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. Auðunn segir eina áhrifaríkustu og ódýrustu leiðina til að auka framlag starfsfólks felist í að veita starfsfólki hrós eða viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Þetta hafa rannsóknir Gallup sýnt hvað eftir annað. Samt er það svo að þetta tæki er vannýtt á flestum vinnustöðum,“ segir Auðunn. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um lykilatriði í starfsmannahaldi og því að halda í gott starfsfólk og hvetja það til dáða. Já, það þarf að hrósa Á föstudag mun Stjórnendaráðgjöf Gallup standa fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um endurgjöf í vinnunni, ávinning, áskoranir og leiðir til að skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi. Rannsóknir Gallup sýna að starfsfólk sem fær hrós í samræmi við þeirra þarfir og væntingar er: 56% ólíklegra til að vera að leita sér að annarri vinnu 4 sinnum líklegra til að vera helgað í starfi 3 sinnum líklegra til að vera tilfinningalega tengt vinnustaðnum 4 sinnum líklegra til að mæla með vinnustaðnum sem frábærum vinnustað 4 sinnum líklegra til að finnast það tilheyra vinnustaðnum 5 sinnum líklegra til finnast það geta vaxið innan vinnustaðarins En er nauðsynlegt að gefa hrós á sjö daga fresti? „Einfalda svarið er „já,“ segir Auðunn. Því samkvæmt rannsóknum Gallup er mjög sterk fylgni milli þess hversu oft starfsfólk fær hrós eða viðurkenningu og hversu helgað starfsfólk er í starfi. Því oftar sem starfsfólk fær hrós, því helgaðra er það. En hrós er ekki það sama og hrós segir Auðunn „Hrósið þarf að hafa merkingu og hrósið þarf að vera í samræmi við þarfir starfsfólks og þær frammistöðuvæntingar sem gerðar eru. Ef stjórnendum tekst að tryggja þetta þá eru áhrifin ótvíræð.“ Þá segir Auðunn lykilatriðið vera að hrósið sé í samræmi við þarfir og væntingar sem gerðar eru til starfsfólks. „Þess vegna skiptir máli að eiga samtal við sitt starfsfólk um það hvernig það vill fá hrós. Við erum öll ólík og viljum fá hrós á mismunandi hátt. En aðeins 10% starfsfólks hefur verið spurt af sínum yfirmanni hvernig þau vilja láta hrósa sér.“ Hrós þurfa að vera einlæg og já, það þarf að hrósa á sjö daga fresti. Til mikils er að vinna fyrir stjórnendur því ef starfsfólki er hrósað reglulega eru 56% minni líkur á að það leiti sér að annarri vinnu og fólk er fjórum sinnum líklegra til að vera helgað í starfinu sínu.Vísir/Getty Kynslóðamunur og kröfur um hrós Auðunn segir algenga spurningu vera þá hvort mikill munur sé á milli kynslóða og oft gefi fólk sér það að það sé yngri kynslóðin sem vilji alltaf vera að láta hrósa sér. „Samkvæmt rannsóknum Gallup þá er þetta að sumu leyti rétt,“ segir Auðunn því samkvæmt könnun Gallup sýna niðurstöður eftirfarandi: Spurt er hvort starfsfólk vildi fá hrós eða viðurkenningu nokkrum sinnum í mánuði. Niðurstöðurnar greindu að nærri 80% fólks sem er fætt eftir 1989 vildi fá hrós það oft en einungis 45% fólks sem tilheyra Uppgangskynslóðinni (fólk fætt 1946 til 1964) og 55% fólks sem tilheyra X-kynslóðinni (fædd 1965 til 1980). „En X-kynslóðin situr einmitt við stjórnvölinn í dag og því er það áskorun fyrir þá kynslóð að uppfylla þarfir yngri kynslóða sem gera aðrar kröfur en sú kynslóð sem stýrir ferðinni,“ segir Auðunn og bætir við: „Þegar við tölum við stjórnendur er algengt að þeim finnist kröfur um hrós of miklar. Þeir hræðast að veita of mikið hrós sem verður þá með tímanum bæði innihaldslaust og merkingarlaust. Það er rétt hjá þeim að hrós má hvorki vera innihaldslaust né merkingarlaust, en rannsóknir greina að það er ekki verið að mæta eftirspurn. . Fólk hefur djúpa þörf fyrir viðurkenningu sem er langt í frá uppfyllt á vinnustöðum landsins. Þá átta þeir sig ekki heldur á því hversu djúpstæð jákvæð áhrif þeir myndu hafa ef þeir gæfu sér tíma til að veita störfum fólks athygli og viðurkenningu.“ Lausnin á þessu segir Auðunn vera þá að byggja upp hrós sem hluta af vinnustaðamenningu. „Og að það ríki traust á milli starfsfólks þannig að bæði stjórnendur og starfsfólk treysti sér til að geta hrósað hvort öðru.“ Auðunn mælir því með því að stjórnendur spyrji sig spurninga eins og: Hvað er frammúrskarandi frammistaða í starfinu?“ Hvaða kröfur geri ég? Hvaða frammistaða er umfram þær grunnkröfur sem starfið gerir? Þá þurfa bæði stjórnendur og starfsfólk að spyrja sig „hvernig vil ég láta hrósa mér?“ og þá líka „hvað er hrós í mínum huga?“ Að sögn Auðuns eru vísbendingar um að Íslendingar séu jafnvel sparari á hrósin en aðrar þjóðir. „Það er mjög áhugavert að þrátt fyrir að það séu mjög skýr áhrif þess að vera með hrósmenningu á vinnustað að aðeins 20% stjórnenda í Bandaríkjum segja að þeirra vinnustaður leggi áherslu á hrósmenningu á sínum vinnustað. Líklega er hlutfallið minna hér á Íslandi. Því samkvæmt rannsóknum Gallup á Íslandi þá eru Íslendingar síður líklegir til að gefa samstarfsfólki sínu hrós en almennt - miðað við gagnabanka Gallup.“ Stjórnun Vinnustaðamenning Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Auðunn segir eina áhrifaríkustu og ódýrustu leiðina til að auka framlag starfsfólks felist í að veita starfsfólki hrós eða viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Þetta hafa rannsóknir Gallup sýnt hvað eftir annað. Samt er það svo að þetta tæki er vannýtt á flestum vinnustöðum,“ segir Auðunn. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um lykilatriði í starfsmannahaldi og því að halda í gott starfsfólk og hvetja það til dáða. Já, það þarf að hrósa Á föstudag mun Stjórnendaráðgjöf Gallup standa fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um endurgjöf í vinnunni, ávinning, áskoranir og leiðir til að skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi. Rannsóknir Gallup sýna að starfsfólk sem fær hrós í samræmi við þeirra þarfir og væntingar er: 56% ólíklegra til að vera að leita sér að annarri vinnu 4 sinnum líklegra til að vera helgað í starfi 3 sinnum líklegra til að vera tilfinningalega tengt vinnustaðnum 4 sinnum líklegra til að mæla með vinnustaðnum sem frábærum vinnustað 4 sinnum líklegra til að finnast það tilheyra vinnustaðnum 5 sinnum líklegra til finnast það geta vaxið innan vinnustaðarins En er nauðsynlegt að gefa hrós á sjö daga fresti? „Einfalda svarið er „já,“ segir Auðunn. Því samkvæmt rannsóknum Gallup er mjög sterk fylgni milli þess hversu oft starfsfólk fær hrós eða viðurkenningu og hversu helgað starfsfólk er í starfi. Því oftar sem starfsfólk fær hrós, því helgaðra er það. En hrós er ekki það sama og hrós segir Auðunn „Hrósið þarf að hafa merkingu og hrósið þarf að vera í samræmi við þarfir starfsfólks og þær frammistöðuvæntingar sem gerðar eru. Ef stjórnendum tekst að tryggja þetta þá eru áhrifin ótvíræð.“ Þá segir Auðunn lykilatriðið vera að hrósið sé í samræmi við þarfir og væntingar sem gerðar eru til starfsfólks. „Þess vegna skiptir máli að eiga samtal við sitt starfsfólk um það hvernig það vill fá hrós. Við erum öll ólík og viljum fá hrós á mismunandi hátt. En aðeins 10% starfsfólks hefur verið spurt af sínum yfirmanni hvernig þau vilja láta hrósa sér.“ Hrós þurfa að vera einlæg og já, það þarf að hrósa á sjö daga fresti. Til mikils er að vinna fyrir stjórnendur því ef starfsfólki er hrósað reglulega eru 56% minni líkur á að það leiti sér að annarri vinnu og fólk er fjórum sinnum líklegra til að vera helgað í starfinu sínu.Vísir/Getty Kynslóðamunur og kröfur um hrós Auðunn segir algenga spurningu vera þá hvort mikill munur sé á milli kynslóða og oft gefi fólk sér það að það sé yngri kynslóðin sem vilji alltaf vera að láta hrósa sér. „Samkvæmt rannsóknum Gallup þá er þetta að sumu leyti rétt,“ segir Auðunn því samkvæmt könnun Gallup sýna niðurstöður eftirfarandi: Spurt er hvort starfsfólk vildi fá hrós eða viðurkenningu nokkrum sinnum í mánuði. Niðurstöðurnar greindu að nærri 80% fólks sem er fætt eftir 1989 vildi fá hrós það oft en einungis 45% fólks sem tilheyra Uppgangskynslóðinni (fólk fætt 1946 til 1964) og 55% fólks sem tilheyra X-kynslóðinni (fædd 1965 til 1980). „En X-kynslóðin situr einmitt við stjórnvölinn í dag og því er það áskorun fyrir þá kynslóð að uppfylla þarfir yngri kynslóða sem gera aðrar kröfur en sú kynslóð sem stýrir ferðinni,“ segir Auðunn og bætir við: „Þegar við tölum við stjórnendur er algengt að þeim finnist kröfur um hrós of miklar. Þeir hræðast að veita of mikið hrós sem verður þá með tímanum bæði innihaldslaust og merkingarlaust. Það er rétt hjá þeim að hrós má hvorki vera innihaldslaust né merkingarlaust, en rannsóknir greina að það er ekki verið að mæta eftirspurn. . Fólk hefur djúpa þörf fyrir viðurkenningu sem er langt í frá uppfyllt á vinnustöðum landsins. Þá átta þeir sig ekki heldur á því hversu djúpstæð jákvæð áhrif þeir myndu hafa ef þeir gæfu sér tíma til að veita störfum fólks athygli og viðurkenningu.“ Lausnin á þessu segir Auðunn vera þá að byggja upp hrós sem hluta af vinnustaðamenningu. „Og að það ríki traust á milli starfsfólks þannig að bæði stjórnendur og starfsfólk treysti sér til að geta hrósað hvort öðru.“ Auðunn mælir því með því að stjórnendur spyrji sig spurninga eins og: Hvað er frammúrskarandi frammistaða í starfinu?“ Hvaða kröfur geri ég? Hvaða frammistaða er umfram þær grunnkröfur sem starfið gerir? Þá þurfa bæði stjórnendur og starfsfólk að spyrja sig „hvernig vil ég láta hrósa mér?“ og þá líka „hvað er hrós í mínum huga?“ Að sögn Auðuns eru vísbendingar um að Íslendingar séu jafnvel sparari á hrósin en aðrar þjóðir. „Það er mjög áhugavert að þrátt fyrir að það séu mjög skýr áhrif þess að vera með hrósmenningu á vinnustað að aðeins 20% stjórnenda í Bandaríkjum segja að þeirra vinnustaður leggi áherslu á hrósmenningu á sínum vinnustað. Líklega er hlutfallið minna hér á Íslandi. Því samkvæmt rannsóknum Gallup á Íslandi þá eru Íslendingar síður líklegir til að gefa samstarfsfólki sínu hrós en almennt - miðað við gagnabanka Gallup.“
Stjórnun Vinnustaðamenning Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01
Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01