Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Myndin var gríðarvinsæl sem bakgrunnur fyrir Instagram-myndir, einkum meðal ferðamanna. Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi. Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira