Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Myndin var gríðarvinsæl sem bakgrunnur fyrir Instagram-myndir, einkum meðal ferðamanna. Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi. Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira