Velferð við upphaf þingvetrar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2023 09:31 Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun