Stór orð en ekkert fjármagn Kristrún Frostadóttir skrifar 22. september 2023 09:00 Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun