Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 18:00 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri SKEL hf. Vísir Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst kauphöll eftir lokun markaða í dag. Íbúðirnar 55 eru samtals 5.905 fermetrar en gert er ráð fyrir því að þær verði afhentar í lok árs. Ákveði SKEL að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samkomulaginu getur félagið keypt 35 íbúðir til viðbótar, sem yrðu afhentar í lok árs 2024. Uppgefið verð samkvæmt kaupréttarsamningnum eru rúmir 3,2 milljarðar króna. Hluti kaupverðs verður greiddur með afhendingu hlutafjár og hluthafalána í Reir þróun ehf. á bókfærðu verði. Bókfært virði hlutafjár og fjárhæð hluthafalána SKEL í einkahlutafélaginu í lok júní nam rúmum 1,7 milljörðum króna. Að öðru leyti verður kaupverðið fjármagnað með bankaláni og reiðufé. Komi til nýtingar kaupréttarins verður SKEL búið að afhenda alla hluti félagsins í Reir þróun. „SKEL hefur reynslu og þekkingu á fasteignamarkaði, en 17% eigna félagsins eru í fasteignum eða félögum sem reka og þróa fasteignir. SKEL telur að gerjun sé framundan á fasteignamarkaði, m.a. vegna breytinga hjá stórum leigufélögum. Framboð hefur ekki svarað eftirspurn á undanförnum árum og eftirspurn vex ár frá ári. Íbúðirnar við Stefnisvog 2 verða settar í langtímaleigu,“ segir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, í fyrrgreindri tilkynningu. Skel fjárfestingafélag Húsnæðismál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst kauphöll eftir lokun markaða í dag. Íbúðirnar 55 eru samtals 5.905 fermetrar en gert er ráð fyrir því að þær verði afhentar í lok árs. Ákveði SKEL að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samkomulaginu getur félagið keypt 35 íbúðir til viðbótar, sem yrðu afhentar í lok árs 2024. Uppgefið verð samkvæmt kaupréttarsamningnum eru rúmir 3,2 milljarðar króna. Hluti kaupverðs verður greiddur með afhendingu hlutafjár og hluthafalána í Reir þróun ehf. á bókfærðu verði. Bókfært virði hlutafjár og fjárhæð hluthafalána SKEL í einkahlutafélaginu í lok júní nam rúmum 1,7 milljörðum króna. Að öðru leyti verður kaupverðið fjármagnað með bankaláni og reiðufé. Komi til nýtingar kaupréttarins verður SKEL búið að afhenda alla hluti félagsins í Reir þróun. „SKEL hefur reynslu og þekkingu á fasteignamarkaði, en 17% eigna félagsins eru í fasteignum eða félögum sem reka og þróa fasteignir. SKEL telur að gerjun sé framundan á fasteignamarkaði, m.a. vegna breytinga hjá stórum leigufélögum. Framboð hefur ekki svarað eftirspurn á undanförnum árum og eftirspurn vex ár frá ári. Íbúðirnar við Stefnisvog 2 verða settar í langtímaleigu,“ segir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, í fyrrgreindri tilkynningu.
Skel fjárfestingafélag Húsnæðismál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira