Cusack lést í síðustu viku, aðeins 27 ára gömul. Ekki kom fram hver dánarorsök hennar var, en samkvæmt lögreglu var ekkert grunsamlegt við andlátið.
Sheffield United fór fram á að enska knattspyrnusambandið myndi fresta leik liðsins gegn Crystal Palace sem fram átti að fara um næstu helgi og nú hefur sambandið fallist á það.
Crystal Palace sendi svo frá sér tilkynningu í dag þar sem félagið greindi frá því að leik liðsins gegn Shefiield United hafi verið frestað, og sendi um leið samúðarkveðjur til allra innan félagsins.
Our fixture at the weekend against @sufc_women has been postponed on compassionate grounds following the tragic passing of Maddy Cusack last week.
— Crystal Palace F.C Women (@cpfc_w) September 26, 2023
The thoughts and condolences of everybody at the club are with Maddy's friends, family, team-mates and colleagues.
Stuðningsmenn Sheffield United vottuðu Cusack virðingu sína fyrir heimaleik karlaliðsins um síðustu helgi þar sem liðið mátti þola 8-0 tap gegn Newcastle. Cusack hafði verið hjá félaginu síðan árið 2019 og varð fyrsti leikmaðurinn til að leika hundrað leiki fyrir kvennalið félagsins.