Verkfalli handritshöfunda aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 08:53 Þó handritshöfundar hafi samið við framleiðendur eru leikarar enn í verkfalli. Hér má sjá þá Bob Odenkirk og Jack Black í kröfugöngu í Hollywood í gær. AP/Damian Dovarganes Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent