Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Lovísa Arnardóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Dómsmálaráðherra mun eftir áramót leggja fram frumvarp um lokað búsetuúrræðu fyrir hælisleitendur sem sviptir hafi verið rétti til þjónustu. Hún segir það farsælli lausn en neyðarskýli sem félagsmálaráðherra hefur ní samið við Rauða krossinn um. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30