Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Lovísa Arnardóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Dómsmálaráðherra mun eftir áramót leggja fram frumvarp um lokað búsetuúrræðu fyrir hælisleitendur sem sviptir hafi verið rétti til þjónustu. Hún segir það farsælli lausn en neyðarskýli sem félagsmálaráðherra hefur ní samið við Rauða krossinn um. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu