Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 19:20 Fréttastofa ræddi við fjölda Venesúelamanna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira