Segja heita síma Apple ekki skrifast á nýja hönnun Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 12:15 Sérstakar útgáfur nýjustu síma Apple, iPhone 15, hafa verið að hitna svo notendur og blaðamenn haf akvartað yfir því. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Apple segja það ekki nýrri hönnun iPhone 15 að kenna að símarnir eigi það til að hitna, heldur sé að mestu um hugbúnaðargalla að ræða. Til stendur að laga þennan galla í nýrri uppfærslu fyrir iOS 17, stýrikerfi Apple. Notendur og aðrir hafa á undanförnum dögum kvartað yfir því hve mikið nýjustu símar Apple hitna. Í minnst einu tilfelli var sími sagður hafa orðið 47 gráðu heitur. Umfang vandans hefur þó verið mjög óljóst, þó tiltölulega margar kvartanir hafi borist. Mögulegt þykir að hitann megi að hluta til rekja til nýrrar grindar í símum Apple, sem séu úr títaníum. Þær hafa áður verið úr stáli og með því breyta yfir í títaníum hafa símarnir verið gerðir léttari. Sjá einnig: Kvartað undan of heitum iPhone 15 Í yfirlýsingu til Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir talsmaður Apple að þrjár ástæður fyrir því að símar hafi verið að hitna hafi fundist. Ein sé að nýir símar hitni iðulega við uppsetningu. Það er hefðbundið og vel þekkt, þar sem símar eru að hlaða mikið af gögnum niður og vinna á bakvið tjöldin. Apple segir aðra ástæðu vera utanaðkomandi forrit sem valdi álagi á símum. Þriðja ástæðan er sögð vera hugbúnaðargalli í stýrikerfi símanna og á það að lagast í næstu uppfærslu. Sú uppfærsla á ekki að koma niður á hraða símanna, eins og talið hefur verið að lausn gæti falið í sér. Skýrt er tekið fram í yfirlýsingunni að símar séu ekki að hitna út af títaníum grind þeirra. Verkfræðingar Apple segja að títaníum sé betri hitaleiðari en stálið sem notað var í símanna. Apple Tækni Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Notendur og aðrir hafa á undanförnum dögum kvartað yfir því hve mikið nýjustu símar Apple hitna. Í minnst einu tilfelli var sími sagður hafa orðið 47 gráðu heitur. Umfang vandans hefur þó verið mjög óljóst, þó tiltölulega margar kvartanir hafi borist. Mögulegt þykir að hitann megi að hluta til rekja til nýrrar grindar í símum Apple, sem séu úr títaníum. Þær hafa áður verið úr stáli og með því breyta yfir í títaníum hafa símarnir verið gerðir léttari. Sjá einnig: Kvartað undan of heitum iPhone 15 Í yfirlýsingu til Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir talsmaður Apple að þrjár ástæður fyrir því að símar hafi verið að hitna hafi fundist. Ein sé að nýir símar hitni iðulega við uppsetningu. Það er hefðbundið og vel þekkt, þar sem símar eru að hlaða mikið af gögnum niður og vinna á bakvið tjöldin. Apple segir aðra ástæðu vera utanaðkomandi forrit sem valdi álagi á símum. Þriðja ástæðan er sögð vera hugbúnaðargalli í stýrikerfi símanna og á það að lagast í næstu uppfærslu. Sú uppfærsla á ekki að koma niður á hraða símanna, eins og talið hefur verið að lausn gæti falið í sér. Skýrt er tekið fram í yfirlýsingunni að símar séu ekki að hitna út af títaníum grind þeirra. Verkfræðingar Apple segja að títaníum sé betri hitaleiðari en stálið sem notað var í símanna.
Apple Tækni Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun