Þá er það #kennaravikan Magnús Þór Jónsson skrifar 2. október 2023 07:32 Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar