Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2023 20:21 Úr myndbandi þýsks ferðamanns sem festi fjórtán tonna hertrukk á fáförnum slóða í Þjórsárverum. skjáskot Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira