Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. október 2023 07:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Hér er hann í púltinu í morgun. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08