Varamennirnir tryggðu City stigin þrjú 4. október 2023 21:07 Julian Alvarez skoraði annað mark City í kvöld með frábæru skoti. Vísir/Getty Manchester City vann torsóttan sigur á RB Leipzig þegar liðin mættust í Þýskalandi í Meistaradeildinni í kvöld. Tveir varamenn City lágu á bakvið mörk liðsins undir lokin. Lengst af í leiknum í kvöld var einstefna að marki Leipzig. Phil Foden kom Manchester City yfir í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari jafnaði Ikoma Openda metin fyrir Leipzig þegar hann slapp einn í gegnum vörn City og kláraði vel framhjá Ederson í markinu. Lið City sótti áfram og Erling Haaland kom sér nokkrum sinnum í ágætar stöður en var í erfiðleikum með að framkvæma réttu hlutina í teignum. Með skömmu millibili seint í síðari hálfleik komu þeir Jeremy Doku og Julian Alvarez inn af bekknum hjá City og voru ekki lengi að láta að sér kveða. Alvarez skoraði með frábæru skoti eftir sendingu Doku á 84. mínútu og í uppbótartíma launaði Alvarez Doku greiðann þegar hann lagði upp þriðja mark City fyrir hann. Lokatölur 3-1 og annar sigur City í riðlinum staðreynd. Liðið er í efsta sæti riðilsins en RB Leipzig í öðru sæti eftir sigur í fyrsta leiknum gegn Young Boys. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City vann torsóttan sigur á RB Leipzig þegar liðin mættust í Þýskalandi í Meistaradeildinni í kvöld. Tveir varamenn City lágu á bakvið mörk liðsins undir lokin. Lengst af í leiknum í kvöld var einstefna að marki Leipzig. Phil Foden kom Manchester City yfir í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari jafnaði Ikoma Openda metin fyrir Leipzig þegar hann slapp einn í gegnum vörn City og kláraði vel framhjá Ederson í markinu. Lið City sótti áfram og Erling Haaland kom sér nokkrum sinnum í ágætar stöður en var í erfiðleikum með að framkvæma réttu hlutina í teignum. Með skömmu millibili seint í síðari hálfleik komu þeir Jeremy Doku og Julian Alvarez inn af bekknum hjá City og voru ekki lengi að láta að sér kveða. Alvarez skoraði með frábæru skoti eftir sendingu Doku á 84. mínútu og í uppbótartíma launaði Alvarez Doku greiðann þegar hann lagði upp þriðja mark City fyrir hann. Lokatölur 3-1 og annar sigur City í riðlinum staðreynd. Liðið er í efsta sæti riðilsins en RB Leipzig í öðru sæti eftir sigur í fyrsta leiknum gegn Young Boys.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti