Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 19:29 Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fyrir framan Blómatorgið í Vesturbæ. Hún harmar mjög að þurfa að selja búðina og reksturinn. Vísir/Einar Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni. Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að. Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að.
Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent