Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 09:37 Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira