Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár Sólveig Gísladóttir skrifar 6. október 2023 12:01 14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun