Leikstjóri seríunnar verður eiginmaður Lenu, Lasse Hällström. Hollywood Reporter greinir frá þessu.
Lasse er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína Chocolat, frá árinu 2000, en Lena fór einnig með hlutverk í myndinni. Lena gerði garðinn frægan fyrir leik sinn í Óbærilegum léttleika tilverunnar, frá 1988.
Kvikmyndaver CBS mun fara með framleiðslu á seríunni í samvinnu við True North á Íslandi. Tökur eiga að hefjast á Íslandi síðar á þessu ári. Þar verða fyrstu sex þættirnir kvikmyndaðir, sem byggja á Dimmu. Hollywood Reporter greindi frá þessu nú í dag.
Þríleikur Ragnars um lögreglukonuna Huldu hefur vakið athygli víða um heim. Serían hlaut Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og hlaut samskonar verðlaun á Spáni. Bækurnar hafa einnig komist á metsölulista í Þýskalandi.