Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2023 14:00 Myndskeiðið hefur vakið mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. TSamsett Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira