Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2023 14:00 Myndskeiðið hefur vakið mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. TSamsett Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira