Samveran eða hamstrahjólið Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. október 2023 08:30 Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar