„Þið getið tekið við þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 16:28 Að minnsta kosti 2.700 manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga, samkvæmt yfirvöldum þar. AP/Fatima Shbair Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana. Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana.
Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent