Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 23:53 Hvarf Natalee Holloway hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. AP Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores. Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores.
Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira