Tími til að skreppa í skimun! Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifar 19. október 2023 11:01 Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun