„Getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu“ Lovísa Arnardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 09:25 Lögreglan er með viðbragð og er búin að girða af aðgengi við ráðherrabústaðinn þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar halda sinn vikulega föstudagsfund. Vísir/Helena Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55
Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57