Hvað verður um matarleifarnar þínar? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 25. október 2023 08:00 Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Gangsetning GAJU markaði tímamót í meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu, en þangað rata allar rétt flokkaðar matarleifar frá heimilum. Engu minni tímamót urðu þegar flokkun á höfuðborgarsvæðinu var samræmd og byrjað að safna matarleifum sérstaklega. Nýja flokkunarkerfinu hefur verið ótrúlega vel tekið og bendir skoðun til að um 65 til 75% af þeim matarleifum sem áður fóru í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fari nú í réttan farveg. Við vonuðumst til að ná svona 50% á fyrsta ári. Við höfum því öll staðið okkur skínandi vel í að gera þetta rétt. Hreinleiki matarleifanna er líka framar vonum. Það er mikilvægt svo moltan standist gæðakröfur, sem gæti verið teflt í tvísýnu ef aðskotahlutum eins og lífplastpokum eða öðru rusli er hent með matarleifunum. Loftslagsstöðin GAJA GAJA hefur allt frá gangsetningu í ágúst árið 2020 meðhöndlað lífrænan úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru við gangsetningu hennar, sérstaklega moltugerðarhlutans, en nú starfar GAJA af fullum krafti og fær loks sérsafnaðar matarleifar til meðhöndlunar, sem á að tryggja hreinleika annarrar tveggja hliðarafurða hennar: moltunnar. Allar matarleifar sem safnað er á höfuðborgarsvæðinu verða því innan skamms endurunnar (sjá skilgreiningu á endurvinnslu í þessari grein). SORPA framleiðir metangas úr matarleifum, og árið 2022 framleiddi GAJA um 697.084 rúmmetra af metangasi sem nýtast í samgöngur og iðnað. Einn rúmmetri af metangasi er álíka orkuríkur og einn lítri af dísilolíu. Þegar gassöfnun á urðunarstaðnum er bætt við slagar metangasframleiðsla SORPU í um tvær milljónir rúmmetra, sem duga til að knýja um 2.000 fólksbíla í heilt ár. GAJA er því fyrst og fremst loftslagsverkefni. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er einn stærsti losunarpóstur á höfuðborgarsvæðinu og losar um 100.000 tonn af koltvísýringi á hverju ári. Það jafngildir losun um 30.000 til 50.000 fólksbíla. Vá. Metangas sem sleppur í andrúmsloftið er skaðvaldur Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast nefnilega ógrynni af metani, sem er þrjátíu sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með því að hætta að urða lífrænan úrgang, og vinna hann við stýrðar aðstæður í GAJA, dregur SORPA úr losun um tugi þúsunda tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fyrir hvert tonn af matarleifum sem eru unnar í GAJU sparast um 800 kíló í losun af koltvísýringi. Þegar GAJA verður fullmettuð af matarleifum má því gera ráð fyrir að hún komi í veg fyrir losun um 20.000 tonnum af gróðurshúsalofttegundum – og þá eru ótalin jákvæð áhrif af notkun metansins og moltunnar. Matarleifar eru sá hluti ruslsins þíns sem við höfum besta yfirsýn yfir. Við fylgjum því eftir frá vöggu til grafar; allt frá því það lendir í gámi í móttöku- og flokkunarstöðinni okkar í Gufunesi, þangað til það er orðnar að metangasi og moltu. Með því að einu að flokka matarleifar tekur þú þátt í að búa til verðmæti og þú kemur í veg fyrir neikvæð áhrif á loftslag. Ruslgrein næstu viku fjallar um blandaða úrganginn. Hann fer í tunnuna með svarta límmiðanum sem var einu sinni eina tunnan fyrir utan nánast öll heimili, en er nú aðeins ætluð fyrir rusl sem á sér engan annan farveg en að vera brennt til að framleiða orku. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Gangsetning GAJU markaði tímamót í meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu, en þangað rata allar rétt flokkaðar matarleifar frá heimilum. Engu minni tímamót urðu þegar flokkun á höfuðborgarsvæðinu var samræmd og byrjað að safna matarleifum sérstaklega. Nýja flokkunarkerfinu hefur verið ótrúlega vel tekið og bendir skoðun til að um 65 til 75% af þeim matarleifum sem áður fóru í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fari nú í réttan farveg. Við vonuðumst til að ná svona 50% á fyrsta ári. Við höfum því öll staðið okkur skínandi vel í að gera þetta rétt. Hreinleiki matarleifanna er líka framar vonum. Það er mikilvægt svo moltan standist gæðakröfur, sem gæti verið teflt í tvísýnu ef aðskotahlutum eins og lífplastpokum eða öðru rusli er hent með matarleifunum. Loftslagsstöðin GAJA GAJA hefur allt frá gangsetningu í ágúst árið 2020 meðhöndlað lífrænan úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru við gangsetningu hennar, sérstaklega moltugerðarhlutans, en nú starfar GAJA af fullum krafti og fær loks sérsafnaðar matarleifar til meðhöndlunar, sem á að tryggja hreinleika annarrar tveggja hliðarafurða hennar: moltunnar. Allar matarleifar sem safnað er á höfuðborgarsvæðinu verða því innan skamms endurunnar (sjá skilgreiningu á endurvinnslu í þessari grein). SORPA framleiðir metangas úr matarleifum, og árið 2022 framleiddi GAJA um 697.084 rúmmetra af metangasi sem nýtast í samgöngur og iðnað. Einn rúmmetri af metangasi er álíka orkuríkur og einn lítri af dísilolíu. Þegar gassöfnun á urðunarstaðnum er bætt við slagar metangasframleiðsla SORPU í um tvær milljónir rúmmetra, sem duga til að knýja um 2.000 fólksbíla í heilt ár. GAJA er því fyrst og fremst loftslagsverkefni. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er einn stærsti losunarpóstur á höfuðborgarsvæðinu og losar um 100.000 tonn af koltvísýringi á hverju ári. Það jafngildir losun um 30.000 til 50.000 fólksbíla. Vá. Metangas sem sleppur í andrúmsloftið er skaðvaldur Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast nefnilega ógrynni af metani, sem er þrjátíu sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með því að hætta að urða lífrænan úrgang, og vinna hann við stýrðar aðstæður í GAJA, dregur SORPA úr losun um tugi þúsunda tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fyrir hvert tonn af matarleifum sem eru unnar í GAJU sparast um 800 kíló í losun af koltvísýringi. Þegar GAJA verður fullmettuð af matarleifum má því gera ráð fyrir að hún komi í veg fyrir losun um 20.000 tonnum af gróðurshúsalofttegundum – og þá eru ótalin jákvæð áhrif af notkun metansins og moltunnar. Matarleifar eru sá hluti ruslsins þíns sem við höfum besta yfirsýn yfir. Við fylgjum því eftir frá vöggu til grafar; allt frá því það lendir í gámi í móttöku- og flokkunarstöðinni okkar í Gufunesi, þangað til það er orðnar að metangasi og moltu. Með því að einu að flokka matarleifar tekur þú þátt í að búa til verðmæti og þú kemur í veg fyrir neikvæð áhrif á loftslag. Ruslgrein næstu viku fjallar um blandaða úrganginn. Hann fer í tunnuna með svarta límmiðanum sem var einu sinni eina tunnan fyrir utan nánast öll heimili, en er nú aðeins ætluð fyrir rusl sem á sér engan annan farveg en að vera brennt til að framleiða orku. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun