Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 10:34 Frá Acapulco í gær. Otis safnaði miklum krafti í gærkvöldi og náði landi klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Þá var klukkan fjögur að nóttu til í Mexíkó. EPA/David Guzman Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fólk leitar sáluhjálpar frá gervigreind Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fólk leitar sáluhjálpar frá gervigreind Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“