Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:58 Mikil röskun varð á skólastarfi í kórónuveirufaraldrinum og máttu nemendur til dæmis ekki koma með nesti í sumum skólum. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira