Biður enska knattspyrnusambandið að hætta að rannsaka færslu Garnacho Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2023 07:02 André Onana segir að Garnacho hafi ekki meint neitt slæmt með færslu sinni. Alex Livesey/Getty Images André Onana, markvörður Manchester United, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að hætta að rannsaka samfélagsmiðlafærslu Alejandro Garnacho eftir að Argentínumaðurinn birti mynd af Onana og lét tjákn með górillum fylgja með. Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira