„Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna beið spennt eftir nýju Bravo blaði eða Skonrokkþætti sem unglingur því að hún var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran. Sem hún segir hafa verið yfirvegaðan og cool í öllum aðstæðum og ekki annað hægt en að dáðst að því. Vísir/Einar Árnason Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á milli klukkan hálf sjö og sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Bestu morgnarnir eru þeir sem ég byrja á að mæta í útileikfimi með eiginmanninum og nágrönnum mínum þar sem við tökum tabataæfingar með góðu spjalli um lífið og tilveruna. Þetta er svo góð byrjun á deginum þar sem adrenalínið frá æfingunum og skemmtilegar umræður gera það að verkum að ég verð mjög ánægð með hafa drifið mig út. Aðra morgna byrja ég á að reyna að sannfæra mig um að taka æfingu í morgunsárið, en það tekst ekki alltaf og áframhaldandi kúr verður ofan á. En þeir morgnar eru líka góðir. Þá fæ ég mér kaffi og ristað brauð og tek gott spjall og þriðju vaktar skipulag með eiginmanni og dætrum.“ Hvaða heimsfrægi leikari eða söngvari fannst þér rosalega flott/ur á unglingsárunum? Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran um það leiti sem ég var að skríða inn á unglingsárin og öll þau sem hafa séð hann hljóta að skilja af hverju. Hann var ekki bara fallegur heldur líka óstjórnlega töff. Ég sótti stíft í að nálgast efni þar sem ég gat litið kappann augum og beið spennt eftir nýju Bravo blaði í hverri viku sem og Skonrokk þættinum sem var einu sinni í viku á RÚV þar sem tónlistarmyndbönd með Duran Duran voru frumsýnd. Ég tók þessa þætti upp á VHS tækið okkar og gat svo hámhorft á goðið aftur og aftur og dáðst af því hversu mikill töffari hann var. Hann var alltaf yfirvegaður og cool í hvaða aðstæðum sem hann fann sig í, hvort sem það var á seglbát í karabíska hafinu að syngja RIO, í fjötrum á bílþaki í Wild Boys, eða í bleikum jakkafötum með kassagítar á fallegri strönd í Save a Prayer. Ég hvet ykkur til að kíkja á þessi myndbönd og ég lofa þið verðið ekki ósnortin yfir JT.“ Sólrún segist ekki vera þekkt fyrir að vinna mjög skipulega. Hins vegar vinni hún mjög stefnumiðað sem þýðir að skipulagið einkennist af því að forgangsraða langtímaverkefnum og „just do it” málum. Innan Orkuveitu samstæðunnar er gælunafnið hennar „JUST DO IT.“ Vísir/Einar Árnason Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég vinn alla daga í því að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað fyrir stórhuga og fjölbreytta liðsheild hjá Veitum. Við erum að vinna í því á fullu að styðja samfélagið í að búa til umhverfi þar sem íbúar og fyrirtæki á okkar veitusvæðum blómstri. Auk þess erum við að vinna mjög markvisst að því þessa dagana að stuðla að aukinni sjálfbærni með því til dæmis að nýta auðlindirnar sem okkur er trúað fyrir eins vel og hægt er sem og að vera aflvaki orkuskipta sem eru jú lykilþáttur í að ná tökum á loftslagsvánni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú alls ekki þekkt fyrir að vinna mjög skipulega en hins vegar vinn ég mjög stefnumiðað þannig að skipulagið mitt einkennist af því að forgangsraða langtímaverkefnum og „just do it” málum til að raungera stefnu Veitna. Ég hef gælunafnið „JUST DO IT“ í Orkuveitu samstæðunni! Ég hef oft reynt að setja upp allskonar skipulag sem hentar öðru fólki eins og til dæmis litaðri dagbók, tékklistabók og fleira en einhvern veginn renna þessi áform mín út í sandinn og skipulagið “just do it “ tekur yfir.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er rosalega kvöldsvæf og er yfirleitt byrjuð að undirbúa mig fyrir svefn fyrir klukkan tíu, get tekið eitt og eitt kvöld til miðnættis en borga yfirleitt fyrir það með vanlíðan ef þau verða of mörg.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á milli klukkan hálf sjö og sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Bestu morgnarnir eru þeir sem ég byrja á að mæta í útileikfimi með eiginmanninum og nágrönnum mínum þar sem við tökum tabataæfingar með góðu spjalli um lífið og tilveruna. Þetta er svo góð byrjun á deginum þar sem adrenalínið frá æfingunum og skemmtilegar umræður gera það að verkum að ég verð mjög ánægð með hafa drifið mig út. Aðra morgna byrja ég á að reyna að sannfæra mig um að taka æfingu í morgunsárið, en það tekst ekki alltaf og áframhaldandi kúr verður ofan á. En þeir morgnar eru líka góðir. Þá fæ ég mér kaffi og ristað brauð og tek gott spjall og þriðju vaktar skipulag með eiginmanni og dætrum.“ Hvaða heimsfrægi leikari eða söngvari fannst þér rosalega flott/ur á unglingsárunum? Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran um það leiti sem ég var að skríða inn á unglingsárin og öll þau sem hafa séð hann hljóta að skilja af hverju. Hann var ekki bara fallegur heldur líka óstjórnlega töff. Ég sótti stíft í að nálgast efni þar sem ég gat litið kappann augum og beið spennt eftir nýju Bravo blaði í hverri viku sem og Skonrokk þættinum sem var einu sinni í viku á RÚV þar sem tónlistarmyndbönd með Duran Duran voru frumsýnd. Ég tók þessa þætti upp á VHS tækið okkar og gat svo hámhorft á goðið aftur og aftur og dáðst af því hversu mikill töffari hann var. Hann var alltaf yfirvegaður og cool í hvaða aðstæðum sem hann fann sig í, hvort sem það var á seglbát í karabíska hafinu að syngja RIO, í fjötrum á bílþaki í Wild Boys, eða í bleikum jakkafötum með kassagítar á fallegri strönd í Save a Prayer. Ég hvet ykkur til að kíkja á þessi myndbönd og ég lofa þið verðið ekki ósnortin yfir JT.“ Sólrún segist ekki vera þekkt fyrir að vinna mjög skipulega. Hins vegar vinni hún mjög stefnumiðað sem þýðir að skipulagið einkennist af því að forgangsraða langtímaverkefnum og „just do it” málum. Innan Orkuveitu samstæðunnar er gælunafnið hennar „JUST DO IT.“ Vísir/Einar Árnason Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég vinn alla daga í því að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað fyrir stórhuga og fjölbreytta liðsheild hjá Veitum. Við erum að vinna í því á fullu að styðja samfélagið í að búa til umhverfi þar sem íbúar og fyrirtæki á okkar veitusvæðum blómstri. Auk þess erum við að vinna mjög markvisst að því þessa dagana að stuðla að aukinni sjálfbærni með því til dæmis að nýta auðlindirnar sem okkur er trúað fyrir eins vel og hægt er sem og að vera aflvaki orkuskipta sem eru jú lykilþáttur í að ná tökum á loftslagsvánni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú alls ekki þekkt fyrir að vinna mjög skipulega en hins vegar vinn ég mjög stefnumiðað þannig að skipulagið mitt einkennist af því að forgangsraða langtímaverkefnum og „just do it” málum til að raungera stefnu Veitna. Ég hef gælunafnið „JUST DO IT“ í Orkuveitu samstæðunni! Ég hef oft reynt að setja upp allskonar skipulag sem hentar öðru fólki eins og til dæmis litaðri dagbók, tékklistabók og fleira en einhvern veginn renna þessi áform mín út í sandinn og skipulagið “just do it “ tekur yfir.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er rosalega kvöldsvæf og er yfirleitt byrjuð að undirbúa mig fyrir svefn fyrir klukkan tíu, get tekið eitt og eitt kvöld til miðnættis en borga yfirleitt fyrir það með vanlíðan ef þau verða of mörg.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01
Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00