Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 11:10 Bandaríski herinn hefur birtmyndband af atvikinu þegar kínverskri herþotu var flogið upp að bandarískri sprengjuflugvél. AP/Herafli Bandaríkjanna Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25
Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38
Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47