Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 20:16 Magnea segir að hjáseta Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafi verið fylgispekt, meðal annars við Bandaríkin. Stöð 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06