Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:46 Murthy er tengdafaðir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. epa/Jagadeesh NV Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“ Indland Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“
Indland Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira