Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 13:11 Ekki mikið að borga 18.700 krónur á mánuði fyrir slíka drossíu... Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira