Neitar að hafa beðist afsökunar og Mainz skilur ekkert Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 20:31 El Ghazi í leik með Mainz. Vísir/Getty Deila Anwar El Ghazi og þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz virðist aftur vera komið í hnút. El Ghazi var á dögunum settur í agabann hjá félaginu vegna innleggs hans á samfélagsmiðlum um átökin á Gaza. Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023 Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023
Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira