Snorri Steinn: „Þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 21:36 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki. „Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00