Utan vallar: Snorri Steinn stóð við loforðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 10:00 Ísland - Færeyjar vináttuleikur haust 2023 handbolti vísir/diego Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrstu leikjunum undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar lofaði góðu. Handbragðs hans er strax farið að gæta á leik Íslands. Íslendingar mættu Færeyingum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll um helgina. Þeir voru afar ólíkir. Þann fyrri vann Ísland með fimmtán marka mun, 39-24, en þann seinni með minnsta mun, 30-29. Fara þarf alla leið aftur til ársins 1964 til að finna betri byrjun hjá landsliðsþjálfara í tveimur fyrstu leikjum sínum. Leikirnir voru misgóðir af hálfu íslenska liðsins. Flest gekk upp í fyrri leiknum og fyrri hálfleikurinn í seinni leiknum var góður. En seinni hálfleikurinn var slakur, sérstaklega varnarmegin, og íslenska liðið þurfti á endanum inngrip frá Viktori Gísla Hallgrímssyni til að vinna leikinn. Vildi taka úr handbremsu Valsliðið sem Snorri stýrði á árunum 2017-23 var þekkt fyrir að spila með eindæmum hraðan handbolta. Valsmenn keyrðu miskunnarlaust í bakið á andstæðingum sínum, burtséð frá tíma og stöðu í leiknum. Það tók vissulega tíma fyrir Snorra að fá Valskórinn til að syngja í takt en þegar það gekk var söngurinn býsna fagur. Og ekki er annað hægt að segja en þessi hraði leikstíll hafi verið árangursríkur. Undir stjórn Snorra varð Valur tvívegis Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og deildarmeistari í þrígang auk þess að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Íslendingar eru í riðli með Svartfellingum, Serbum og Ungverjum á EM í janúar.vísir/diego Þegar Snorri valdi sinn fyrsta landsliðshóp um miðjan síðasta mánuð sagðist hann vilja hraða leik Íslendinga. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu,“ sagði Snorri. En hvernig tókst svo til? Tók íslenska liðið úr handbremsu og steig bensínið í botn gegn Færeyjum um helgina? Stutta svarið er já. Það mátti sjá augljósa viðleitni til að koma boltanum sem fyrst í leik og reyna að skora áður en Færeyingar náðu að stilla vörn sinni upp. Og þetta gekk stórvel upp í fyrri leiknum. Andstæðir pólar Sá sem þetta skrifar taldi sextán hraðaupphlaupsmörk hjá Íslandi í leiknum; það er úr fyrstu og annarri bylgju og skot í tómt mark Færeyja. Það var vel af sér vikið því Færeyingar reyndu markvisst að draga úr hraða leiksins, meðal annars með því að spila með sjö sóknarmenn. Íslenska vörnin var mjög öflug í fyrri leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik, og Viktor Gísli var frábær í markinu. Íslendingar slógu öll sóknarvopn úr höndum Færeyinga og refsuðu þeim grimmilega. Og niðurstaðan var fimmtán marka sigur, 39-24. Elliði Snær Viðarsson skoraði tíu mörk í fyrri leiknum gegn Færeyjum.vísir/hulda margrét Framan af þróaðist seinni leikurinn eins og sá fyrri. Íslendingar voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 16-12, en öfugt við fyrri leikinn gengu þeir ekki á lagið í byrjun seinni hálfleiks og kláruðu leikinn. Þess í stað börðu Færeyingar í brestina og Íslendingar áttu fá svör við sjö á sex sóknarleik þeirra. Íslenska liðið náði því sjaldnar að keyra í bakið á því færeyska og þurfti oftar að stilla upp. Og sóknarleikurinn hökti nokkuð. Fyrir vikið varð leikurinn æsispennandi allt til loka. En Viktor Gísli dró íslenska liðið að landi og það vann eins marks sigur, 30-29. Stansað, staðið, strunsað Íslenska liðið þurfti að sýna mikla þolinmæði í leikjunum tveimur enda stóð það í vörn stóran hluta þeirra. Og sóknarleikur Færeyinga skorar kannski ekki hátt á fagurfræðiskalanum. Ekki var óalgengt að sjá þeirra aðalmann, Elias Ellefsen á Skipagötu, standa góða stund með boltann í höndunum, horfa til beggja átta áður eins og barn við gangbraut áður en hann réðist til atlögu. Elias Ellefsen á Skipagötu er einn besti ungi leikmaður heims. Íslenska vörnin átti í miklum vandræðum með hann í seinni leiknum.vísir/hulda margrét En þetta bar góðan árangur og íslenska liðið varðist illa í seinni hálfleiknum í seinni leiknum þar sem Færeyjar skoruðu sautján mörk. Íslendingar prófuðu að spila afbrigði af 5-1 vörn sem gekk ekki sem skildi en það er gott að eiga það uppi í erminni. Handbragð Snorra á leik íslenska liðsins er augljóst en leikstíllinn fær kannski ekki að njóta sín almennilega fyrr en Ísland mætir liði sem hefur áhuga á að hlaupa með því, eða spilar allavega ekki sama gönguboltann og Færeyjar. Komum út í plús Það var allavega mun fleira jákvætt en neikvætt í leik íslenska liðsins um helgina. Þrír hálfleikir af fjórum voru góðir, vörnin átti flotta kafla, Viktor Gísli var stórgóður í markinu og hraðaupphlaupin gengu frábærlega í fyrri leiknum. Og Haukur Þrastarson er kominn aftur! Mikið sem það var gaman að sjá þennan mikla hæfileikamann aftur í landsliðsbúningnum eftir alltof langa fjarveru vegna meiðsla. Selfyssingurinn skoraði sex mörk í leikjunum tveimur og leit vel út. Haukur Þrastarson lék í fyrsta sinn með landsliðinu síðan í apríl 2022.vísir/hulda margrét Hann er púslið sem hefur vantað í íslenska landsliðið á síðustu mótum og það er óskandi að hann geri sig gildandi á EM í Þýskalandi í janúar. Íslenska liðið kemur út í plús eftir fyrstu leikina undir stjórn Snorra. Það er þó varhugavert að fara á of mikið flug eins og landsliðsþjálfarinn klifaði á eftir báða leikina. Íslendingar stóðust fyrsta prófið undir stjórn nýja þjálfarans en framundan eru stærri og erfiðari verkefni. En það eru jákvæð teikn á lofti og það er búið að ýta á hraðspólun eins og Snorri lofaði. Landslið karla í handbolta Utan vallar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Færeyjar 30-29 | Sigur en engin flugeldasýning Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. nóvember 2023 19:40 Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Íslendingar mættu Færeyingum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll um helgina. Þeir voru afar ólíkir. Þann fyrri vann Ísland með fimmtán marka mun, 39-24, en þann seinni með minnsta mun, 30-29. Fara þarf alla leið aftur til ársins 1964 til að finna betri byrjun hjá landsliðsþjálfara í tveimur fyrstu leikjum sínum. Leikirnir voru misgóðir af hálfu íslenska liðsins. Flest gekk upp í fyrri leiknum og fyrri hálfleikurinn í seinni leiknum var góður. En seinni hálfleikurinn var slakur, sérstaklega varnarmegin, og íslenska liðið þurfti á endanum inngrip frá Viktori Gísla Hallgrímssyni til að vinna leikinn. Vildi taka úr handbremsu Valsliðið sem Snorri stýrði á árunum 2017-23 var þekkt fyrir að spila með eindæmum hraðan handbolta. Valsmenn keyrðu miskunnarlaust í bakið á andstæðingum sínum, burtséð frá tíma og stöðu í leiknum. Það tók vissulega tíma fyrir Snorra að fá Valskórinn til að syngja í takt en þegar það gekk var söngurinn býsna fagur. Og ekki er annað hægt að segja en þessi hraði leikstíll hafi verið árangursríkur. Undir stjórn Snorra varð Valur tvívegis Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og deildarmeistari í þrígang auk þess að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Íslendingar eru í riðli með Svartfellingum, Serbum og Ungverjum á EM í janúar.vísir/diego Þegar Snorri valdi sinn fyrsta landsliðshóp um miðjan síðasta mánuð sagðist hann vilja hraða leik Íslendinga. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu,“ sagði Snorri. En hvernig tókst svo til? Tók íslenska liðið úr handbremsu og steig bensínið í botn gegn Færeyjum um helgina? Stutta svarið er já. Það mátti sjá augljósa viðleitni til að koma boltanum sem fyrst í leik og reyna að skora áður en Færeyingar náðu að stilla vörn sinni upp. Og þetta gekk stórvel upp í fyrri leiknum. Andstæðir pólar Sá sem þetta skrifar taldi sextán hraðaupphlaupsmörk hjá Íslandi í leiknum; það er úr fyrstu og annarri bylgju og skot í tómt mark Færeyja. Það var vel af sér vikið því Færeyingar reyndu markvisst að draga úr hraða leiksins, meðal annars með því að spila með sjö sóknarmenn. Íslenska vörnin var mjög öflug í fyrri leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik, og Viktor Gísli var frábær í markinu. Íslendingar slógu öll sóknarvopn úr höndum Færeyinga og refsuðu þeim grimmilega. Og niðurstaðan var fimmtán marka sigur, 39-24. Elliði Snær Viðarsson skoraði tíu mörk í fyrri leiknum gegn Færeyjum.vísir/hulda margrét Framan af þróaðist seinni leikurinn eins og sá fyrri. Íslendingar voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 16-12, en öfugt við fyrri leikinn gengu þeir ekki á lagið í byrjun seinni hálfleiks og kláruðu leikinn. Þess í stað börðu Færeyingar í brestina og Íslendingar áttu fá svör við sjö á sex sóknarleik þeirra. Íslenska liðið náði því sjaldnar að keyra í bakið á því færeyska og þurfti oftar að stilla upp. Og sóknarleikurinn hökti nokkuð. Fyrir vikið varð leikurinn æsispennandi allt til loka. En Viktor Gísli dró íslenska liðið að landi og það vann eins marks sigur, 30-29. Stansað, staðið, strunsað Íslenska liðið þurfti að sýna mikla þolinmæði í leikjunum tveimur enda stóð það í vörn stóran hluta þeirra. Og sóknarleikur Færeyinga skorar kannski ekki hátt á fagurfræðiskalanum. Ekki var óalgengt að sjá þeirra aðalmann, Elias Ellefsen á Skipagötu, standa góða stund með boltann í höndunum, horfa til beggja átta áður eins og barn við gangbraut áður en hann réðist til atlögu. Elias Ellefsen á Skipagötu er einn besti ungi leikmaður heims. Íslenska vörnin átti í miklum vandræðum með hann í seinni leiknum.vísir/hulda margrét En þetta bar góðan árangur og íslenska liðið varðist illa í seinni hálfleiknum í seinni leiknum þar sem Færeyjar skoruðu sautján mörk. Íslendingar prófuðu að spila afbrigði af 5-1 vörn sem gekk ekki sem skildi en það er gott að eiga það uppi í erminni. Handbragð Snorra á leik íslenska liðsins er augljóst en leikstíllinn fær kannski ekki að njóta sín almennilega fyrr en Ísland mætir liði sem hefur áhuga á að hlaupa með því, eða spilar allavega ekki sama gönguboltann og Færeyjar. Komum út í plús Það var allavega mun fleira jákvætt en neikvætt í leik íslenska liðsins um helgina. Þrír hálfleikir af fjórum voru góðir, vörnin átti flotta kafla, Viktor Gísli var stórgóður í markinu og hraðaupphlaupin gengu frábærlega í fyrri leiknum. Og Haukur Þrastarson er kominn aftur! Mikið sem það var gaman að sjá þennan mikla hæfileikamann aftur í landsliðsbúningnum eftir alltof langa fjarveru vegna meiðsla. Selfyssingurinn skoraði sex mörk í leikjunum tveimur og leit vel út. Haukur Þrastarson lék í fyrsta sinn með landsliðinu síðan í apríl 2022.vísir/hulda margrét Hann er púslið sem hefur vantað í íslenska landsliðið á síðustu mótum og það er óskandi að hann geri sig gildandi á EM í Þýskalandi í janúar. Íslenska liðið kemur út í plús eftir fyrstu leikina undir stjórn Snorra. Það er þó varhugavert að fara á of mikið flug eins og landsliðsþjálfarinn klifaði á eftir báða leikina. Íslendingar stóðust fyrsta prófið undir stjórn nýja þjálfarans en framundan eru stærri og erfiðari verkefni. En það eru jákvæð teikn á lofti og það er búið að ýta á hraðspólun eins og Snorri lofaði.
Landslið karla í handbolta Utan vallar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Færeyjar 30-29 | Sigur en engin flugeldasýning Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. nóvember 2023 19:40 Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Færeyjar 30-29 | Sigur en engin flugeldasýning Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. nóvember 2023 19:40
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30