Húsnæðisverð hækki mest á Íslandi og fyrstu kaupendur í vanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ heldur erindi um húsnæðismarkaðinn í hádeginu á morgun á Háskólatorgi HÍ. Vísir/Arnar Fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að kaupa sér húsnæði nú en eldri kynslóðir og fyrir einhverja hópa er það nánast vonlaust. Dósent við HÍ telur Seðlabankann bera ábyrgð á þessari þróun með vaxtaákvörðunum síðustu ár. Mannfjöldaþróun sé einnig stór áhrifavaldur. Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun.
Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Sjá meira