Elliði Snær raðaði inn mörkum en hornamennirnir hornreka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 15:31 Elliði Snær Viðarsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum um helgina. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tvo sigra á Færeyjum um helgina en þetta voru fyrstu landsleikirnir í sex mánuði og þeir fyrstu síðan að Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu. Tölfræði liðsins frá helginni er athyglisverð. Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3) Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira