Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2023 10:23 Aur opnar bankaþjónustu í fyrsta sinn. Kvika Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt. Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt.
Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira