Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 11:31 Karl konungur er yfirlýstur umhverfissinni, en hann mun að öllum líkindum kynna stefnu bresku ríkisstjórnarinnar sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum umhverfisaktívistum. EPA Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar. Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar.
Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira